Jæja, þá heldur upptalningin mín áfram á þeim vítamínum sem ég tel nauðsynlegt að taka inn í formi fæðubótaefna. Að þessu sinni ræði ég um omega fitusýrurnar. Hins vegar ef að fólk er að borða mikið af fiski og fræjum, þá er kannski ekki nauðsynlegt að taka omega inn aukalega, en að öðru leyti þá mæli ég með því.
Omega 3 eða 6 fitusýrur?
Ég
held að langfæstir séu með það á hreinu hvort maður eigi að vera að taka inn omega
3 eða omega 6 fitusýrur, eða jafnvel báðar. Ég ætla að fara aðeins yfir þetta í
þessum pistli. Í stuttu máli er þó óhætt að segja að báðar þessar fitusýrur eru
líkamanum nauðsynlegar og þær gegna báðar mikilvægu hlutverki fyrir frumur og
líkamsstarfsemi.
Líkaminn
sjálfur getur framleitt flestar þær fitusýrur sem hann þarf og fer stærsti
hluti þessarrar framleiðslu fram í lifrinni. Hins vegar getur líkaminn ekki
framleitt alveg allar fitusýrurnar sjálfur, og ber þar helst að nefna omega 3
og omega 6 fitusýrurnar og þar af leiðandi þurfum við að fá þessar fitusýrur úr
fæðunni. Þetta er ástæðan fyrir því að omega 3 og 6 eru eru oft kallaðar
lífsnauðsynlegar fitusýrur.
En hvort á maður að
taka Omega 3 eða Omega 6
? Þetta hefur einmitt verið rannsakað soldið að undanförnu og er margt sem
bendir til þess að óhófleg bólgusvörun geti verið ein af lykilorsökum hjarta-og
æðasjúkdóma. Omega 3 leiðir til myndunar efna sem draga úr bólgu en omega 6
leiðir hins vegar til myndunar efna sem auka bólgusvörun. Þannig að við viljum
auka inntöku á omega 3 fitusýrum, en ekki omega 6. Mataræði vesturlandabúa í
dag inniheldur hins vegar frekr lítið af omega 3 fitusýrum en tiltölulega mikið
af omega 6.
Hvaða matvæli skal
forðast til að minnka inntöku omega 6:
Unnar matvörur (svo sem spægipylsa, pepperoni, pylsur, skinka og ýmis álegg),
jurtaolíu, kex, kökur, snakk, salatsósur, pizza, smjörlíki og ýmsar kornvörur.
Hvaða matvæli skal
frekar neyta sem eru rík af omega 3:
ólífuolía, kókosolía, kjöt, fiskur og annað sjávarfang, lýsi, fiskiolía,
línolía (flaxeed oil), valhnetur, hörfræ, hampfræ.
Ef
þú telur þig ekki neyta nógu mikið af þessum vörum sem eru rík af omega 3
fitusýrum þá er alltaf hægt að taka omega 3 sem fæðubót, hvort sem er í
fljótandi formi eða í hylki.
Omega fituhylki |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli