Um mig og þjálfunina

Ég heiti Rósa Soffía og er ÍAK einkaþjálfari. Ég er 32 ára gömul og hef þónokkra reynslu af þjálfun, hvort sem er einkaþjálfun, fjarþjálfun eða hóptímaþjálfun.

Ég legg mig mikið fram í að aðstoða viðskiptavini mína til að ná árangri. Það sem ég vil helst koma áleiðis með þjálfuninni minni er að kenna fólki hinn gullna meðalveg. Það á ekki allt að snúast um að komast í kjólinn fyrir jólin, við eigum að setja heilsuna okkar í fyrsta sæti. Með aukinni hreyfingu og bættu mataræði þá líður okkur betur í eigin skinni og við öðlumst betri heilsu. Það getur tekið lengri tíma að ná varanlegum árangri, en það er þess virði. Hvað er gaman við það að missa 10 kg á x löngum tíma á einhverjum kúr og bæta þeim svo öllum á sig aftur af því að maður gafst upp á kúrnum? Það getur enginn lifað endalaust á kúrum, það er bara svo einfalt. Þú þarft að finna hvað það er sem hentar þér til frambúðar og mig langar til að aðstoða þig í þeirri leit!

Hafðu samband við mig á póstfangið: rosasoffiaharalds@gmail.com og hefjumst handa


Engin ummæli:

Skrifa ummæli