Á næstu dögum ætla ég að telja upp hvaða vítamín mikilvægast er að taka í formi fæðubótaefna. Það er mikið um það að fólk hafi einfaldlega ekki hugmynd um hvaða vítamín það á að taka og auglýsingar heilsuverslana gera manni ekki auðveldra fyrir að sigta út hvaða vítamín við þurfum að taka og hver ekki. Það nennir enginn að byrja alla daga á því að taka 10 tegundir af vítamínum, það er bara ávísun á uppgjöf.
Það vítamín sem ég vill byrja á að mæla með er D-vítamín.
Ráðlagður dagskammtur af
D-vítamíni eru 15 míkrógröm (µg), en
erfitt er að fá D-vítamín úr mat. Við fáum D-vítamín mestmegnis frá
sólargeislum. Þar af leiðandi er mjög erfitt fyrir okkur Íslendingana að fá
D-vítamín. Þú getur fundið eitthvað af D-vítamíni í Lýsi, eggjarauðu, feitum
fiski og vítamínbættum vörum eins og vítamínbættri mjólk og þess háttar, en það
þarf að neyta ansi mikið af þessum vörum til að fá nóg af D-vítamíni. Að jafnaði gefur íslenskt mataræði 4–5 µg á
dag, en getur gefið allt að 6–10 µg á dag hjá þeim sem borða feitan fisk
a.m.k. einu sinni í viku og nota D-vítamínbætta mjólk daglega.
En til hvers þurfum við D-vítamín? D-vítamín hefur mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum.
Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og fyrir
uppbyggingu beina, þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að
eðlilegum kalkstyrk í blóði. Margar rannsóknir benda til þess að skortur
á D-vítamíni geti aukið líkur á krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum,
ótímabærum dauðsföllum og sykursýki 1 hjá börnun. Inntaka á D-vítamíni getur
einnig orðið til þess að þú fáir síður inflúensu og asma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli