Ég
held að það sé óhætt að segja að það eru ansi margir sem ekki eru með það á
hreinu hvað amínósýrur eru og af hverju fólk er að taka þær inn. Í þessum pistli ætla ég að fara aðeins út í þá sálma.
En
amínósýrur eru í stuttu máli grunneiningarnar fyrir prótein (og prótein er byggingarefni vöðvanna). En próteinin í okkur eru af mörgum mismunandi gerðum
og mismunurinn byggist á því hvaða amínósýrur mynda próteinin og hvernig þær
eru tengdar saman.
Af
vísindavefnum: Um það bil 300
mismunandi gerðir af amínósýrum eru til í náttúrunni en einungis 20 þeirra eru
notaðar til að smíða próteinin. Þær heita: glycine, alanine, valine, leucine, isoleucine, serine, threonine, tyrosine,
cysteine, methionine, aspartic-sýra, asparagine, glutamic-sýra,
glutamine, arginine, lysine, histidine, phenylalanine, tryptophan, proline. Frumur
mannslíkamans geta smíðað meirihlutann af amínósýrunum en það eru nokkrar sem
við getum ekki smíðað, a.m.k. ekki í nægjanlegu magni og það eru þær sem ég
litaði rauðar hér að ofan. Til að fá þessar amínósýrur þurfum við að borða mat
sem inniheldur prótein þar sem þessar amínósýrur eru til staðar. Prótein úr
eggjum og mjólk eru gæðaprótein hvað þetta varðar og einnig er það ágætt úr
kjöti. Ef þessar amínósýrur vantar getum við ekki smíðað öll okkar
prótein og það getur leitt til alvarlegra sjúkdóma. Við þurfum að fá þessar amínósýrur stöðugt úr fæðunni
því að líkaminn getur ekki safnað í sig birgðum af amínósýrum.
Þannig að ef við borðum ekki mikið af eggjum, mjólk eða kjöti þá er gott að taka inn
amínósýrur sem fæðubót, og þá er gott að skoða hvort að þær amínósýrur sem við
kaupum innihaldi ekki örugglega þessar lífsnauðsynlegu, sem við þurfum á að
halda.
Í Amino Energy færðu þessar amínósýrur: L-Arginine, L-Leucine, Beta- Alanine, Citrulline, L-Isoleucine, L-Valine, L-Tyrosine, L-Histidine,
L-Lysine, L-Phenylalanine, L-Threonine, L-Methionine (einnig Taurin og Glutamine). Þarna eru allar þessar lífsnauðsynlegu,
nema reyndar tryptophan. Ég mæli hiklaust með Amino Energy. Þetta er duft sem
þú blandar útí vatn, einn skammtur inniheldur aðeins 10 hitaeiningar og þetta
er mjög bragðgott, sem skemmir ekki fyrir. En eins og nafnið gefur til kynna er
í því líka koffín og grænt te. Fæst út um allt; protin.is, perform.is, Hagkaup og Krónan svo eitthvað sé nefnt.
Essenital Aminos frá Stacker er önnur vara sem ég mæli líka hiklaust með. Þarna færðu ALLAR lífsnauðsynlegu amínósýrurnar, án þess að fá koffínið og græna
te-ið með. Þetta er líka duft sem þú blandar út í vatn og er mjög bragðgott. Fæst í Sportlíf.
Einnig er hægt að fá amínósýrur í töfluformi ef fólk kýs það frekar, en munið þá bara eftir því að skoða hvaða amínósýrur eru í töflunum. Persónulega finnst mér duftið betra, því það er svona næstum því eins og maður
sé að drekka djús. Það góða við duftið er líka að þú getur drukkið það hvenær sem
er. Hvort sem er í vinnunni, fyrir æfingu, á æfingu eða eftir æfingu. Bara það
sem þér finnst henta þér best.