Ég var lööööngu búin að útbúa Febrúar-áskorun eins og ég var með hérna á síðunni í Janúar, en ég bara STEINgleymdi að pósta henni hérna á síðunni. Verð bara að biðjast afsökunar á því. En það eru bara 5 dagar búnir, þannig að maður getur annað hvort klárað þá í einum hvelli, eða bara einfaldlega byrjað á degi 6. Lífshlaupið er byrjað, allir að skella sér með :)
Ég er búin að prenta mitt út og hengja uppá vegg inn í herbergi hjá mér. Er svo með yfirstrikunarpenna sem ég nota til að X-a yfir þegar ég er búin. Ég veit ekki hvað það er, en það er bara eitthvað svo notaleg tilfinning að klára :)
Enjoy
Smella á mynd til að stækka |
Enjoy